Ítrekaði stuðning íslenskra stjórnvalda við Úkraínu

Birgir Ármansson, forseti Alþingis.
Birgir Ármansson, forseti Alþingis. Ljósmynd/Alþingi

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingmannaráðstefnu um málefni Úkraínu í Ríga í Lettlandi í dag með myndbandsskilaboðum.

Á vef Alþingis segir að í ávarpi sínu hafi forseti Alþingis ítrekað stuðning Alþingis og íslenskra stjórnvalda við Úkraínu og gert grein fyrir ályktun Alþingis um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu 2024–2028 sem samþykkt var á vordögum.

„Markaði samþykkt ályktunarinnar tímamót, því aldrei fyrr hefur Alþingi og íslensk stjórnvöld stutt varnir annars ríkis, sem ekki er aðili að Atlantshafsbandalaginu, með jafn afgerandi hætti,“ segir á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka