Jakob Frímann hefur sagt skilið við Flokk fólksins

Jakob Frímann Magnússon hefur sagt sig úr Flokki fólksins.
Jakob Frímann Magnússon hefur sagt sig úr Flokki fólksins. mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, tilkynnti við upphaf þingfundar í morgun að Jakob Frímann Magnússon hafi sagt sig úr Flokki fólksins og sömuleiðis Bjarni Jónsson úr flokki Vinstra grænna.

Báðir munu þeir starfa á Alþingi utan flokka.

Jakob skipaði oddvitasæti í Flokki fólksins í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum en fram kom á dögunum að hann yrði ekki oddviti flokksins í komandi þingkosningum.

Bjarni greindi frá því í síðustu viku að hann hafi sagt sig úr flokki Vinstri grænna en hann hefur verið þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi síðan 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert