Meiriháttar líkamsárás í Breiðholti

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um meiriháttar líkamsárás í Breiðholti. Einn maður var handtekinn og gistir hann fangageymslu.

Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um minniháttar líkamsárás og skemmdarverk. Einn maður var sömuleiðis handtekinn þar og vistaður í fangageymslu, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 53 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. 

Tveir á bráðamóttöku

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir umferðarslys í hverfi 220 í Hafnarfirði. Ekki er vitað um meiðsli þeirra.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr verslun í hverfi 107 í Vesturbænum. Gerandinn er ókunnur.

Óku á móti rauðu ljósi

Tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi, annar í miðbæ Reykjavíkur og hinn í hverfi 201 í Kópavogi.

Ökumaður var stöðvaður í hverfi 103. Við athugun kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum. Málið var afgreitt með sekt.

Ökumaður var stöðvaður í akstri í hverfi 109 Í Breiðholti grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert