„Við erum orðin langþreytt á þessu dapra ástandi“

Hér sést holótt aðalgatan sem liggur m.a. að reiðhöllinni.
Hér sést holótt aðalgatan sem liggur m.a. að reiðhöllinni.

„Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að það verði gerðar almennilegar götur hérna í hesthúsahverfinu,“ segir Elfa Ágústsdóttir dýralæknir á Akureyri, en Dýraspítalinn Lögmannshlíð sem hún byggði árið 1994 stendur við Safírstæti 1 í hesthúsahverfinu í Lögmannshlíð. „Bærinn hefur aldrei klárað þessar götur, frá því að þetta hverfi byggðist.“

Allt á floti í leysingum

Þegar Elfa kom heim úr námi og ákvað að stofna Dýraspítalann gerði hún ráð fyrir að gatnamál yrðu í lagi, enda atvinnustarfsemi með fólk í vinnu. „En það var ekkert gert og þetta eru í rauninni bara slóðar sem voru látnir harðna, og í leysingum á vorin er hér allt á floti og tjarnir sem myndast og lækir skera í sundur göturnar hérna,“ segir Elfa.

Hún segir að Safírstræti upp við Dýraspítalann sé langskást, en göturnar fyrir neðan miklu verri og í rauninni ekkert nema óboðlegir troðningar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert