Allir þingmenn Framsóknar halda sínum sætum

Frá vinstri: Halla Signý, Stefán Vagn og Lilja Rannveig.
Frá vinstri: Halla Signý, Stefán Vagn og Lilja Rannveig. Samsett mynd

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, verður áfram oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Allir þingmenn flokksins í kjördæminu halda sínu sæti.

Þetta kemur fram í tilkynningu flokksins en listinn var samþykktur á fundi kjördæmissambands Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrr í kvöld.

Í öðru sæti á listanum er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, og í þriðja sæti er Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Framsókn var í síðustu kosningum stærsti flokkurinn í Norðvesturkjördæmi og fékk þrjá menn kjörna á þing. 

Ætla sér að halda þingmannafjöldanum

„Það er heiður að leiða þennan öfluga og reynslumikla hóp Framsóknarfólks úr kjördæminu. Við hlökkum til að hitta kjósendur næstu daga og vikur fram að kosningum.

Framsókn er og verður öflugur samvinnuflokkur með sterkar rætur í kjördæminu og við ætlum að halda okkar þrem þingmönnum í kjördæminu,“ er haft eftir Stefáni í tilkynningunni.

Oddviti Framsóknar á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, skipar fjórða sæti listans og í fjórða sæti er Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar á Akranesi. Í fimmta sæti er Þorgils Magnússon, varaþingmaður Framsóknar.

Listi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi í heild:

  1. Stefán Vagn Stefánsson, alþingismaður
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
  3. Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður
  4. Ragnar Baldvin Sæmundsson, bæjarfulltrúi
  5. Þorgils Magnússon, byggingartæknifræðingur
  6. Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi
  7. Steinunn Guðmundsdóttir, vélvirkjanemi og nemi í véliðnfræði við HR
  8. Garðar Freyr Vilhjálmsson, mjólkurfræðingur
  9. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, málstjóri farsældarbarna
  10. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri
  11. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri
  12. Jóhanna María Sigmundsdóttir, staðgengill sveitarstjóra
  13. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri
  14. Sveinn Bernódusson, stálsmíðameistari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert