Bergþór Ólason færir sig um kjördæmi

Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, hefur óskað eftir því að taka forystusæti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann hefur verið oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi frá 2017.

Þetta upplýsir hann í nýjasta þætti Spursmála þar sem hann er gestur ásamt Brynjari Níelssyni, fyrrum alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.

Hann segir liggja fyrir hver muni verma forystusætið í hinu víðfema Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum fyrir Miðflokkinn. Þegar hann er spurður hver það sé er svarið nokkuð einfalt: „Ég bara man það ekki“ og fylgir svarinu órætt bros.

Þungavigt í Norðvestur

Þegar gengið er á Bergþór segir hann að um þungavigtarmanneskju sé að ræða. Líklega verði tilkynnt um hana á morgun, laugardag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson áfram verma oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Þá hefur verið tilkynnt um að Snorri Másson og Sigríður Á. Andersen sækist eftir oddvitasætum flokksins í Reykjavík.

Enn á eftir að tilkynna um úrslit þeirra mála og eins hver muni verma forystusætið í Suðurkjördæmi. Þar hefur Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður flokksins og núverandi lögreglustjóri í Vestmannaeyjum sagt vilja taka það sæti.

Bergþór Ólason er í fremstu fylkingu Miðflokksins og hyggst nú …
Bergþór Ólason er í fremstu fylkingu Miðflokksins og hyggst nú færa sig í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert