Hafdís Hrönn færir sig úr Suðurkjördæmi

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona Framsóknar.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona Framsóknar. mbl.is/Hallur Már

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur ákveðið að skipta um kjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar og gefur nú kost á sér í 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þetta tilkynnir hún í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Hafdís segir ákvörðunina hafa verið erfiða en hún sat í þriðja sæti í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árið 2021. 

Þung staða í Suðurkjördæmi

Halla Hrund Logadóttir, fyrrum orkumálastjóri og forsetaframbjóðandi, verður í fyrsta sæti kjördæmisins og mun formaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, verma annað sætið.

Miðað við skoðanakannanir síðustu vikna myndi Framsókn ekki ná inn kjördæmakjörnum þingmanni í Suðurkjördæmi ef kosið væri nú.

Í nýjustu könnun prósents mældist flokkurinn með 5.8% fylgi á landsvísu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert