Ný könnun: Lenya Rún mætir til leiks

Brynjar Níelsson, Lenya Rún Taha Karim og Bergþór Ólason mæta …
Brynjar Níelsson, Lenya Rún Taha Karim og Bergþór Ólason mæta í Spursmál og ræða stjórnmálin sem eru á yfirsnúningi þessa dagana. mbl.is/samsett mynd

Lenya Rún Taha Karim, nýr leiðtogi Pírata á vettvangi landsmálanna mætir í Spursmál og ræðir helstu stefnumál Pírata. Þá er ný könnun frá Prósenti komin í hús sem sýnir fylgi flokkanna.

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, fer yfir þær tölur sem birtast í könnuninni og hvað það kunni að þýða fyrir afdrif þeirra flokka sem nú bjóða fram til Alþingis.

Verða tölurnar meðal annars bornar saman við niðurstöður könnunar sem við birtum fyrir sléttri viku.

Í þáttinn mæta einnig þeir Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.

Brynjar hefur sterklega verið orðaður við sæti á listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Áður en listi flokksins í Suðurkjördæmi var kynntur á sunnudag var einnig talið mögulegt að nafn hans myndi birtast þar.

Þeir Brynjar og Bergþór munu fara yfir stöðuna í stjórnmálunum og hvernig vinnu flokkanna við að kynna lista og raða fólki á þá miðar áfram. Ljóst er að Miðflokkurinn á enn eftir að sýna talsvert á spilin í þeim efnum.

Fylgist með á mbl.is kl. 14.00 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert