Atburðir síðustu daga afhjúpa djúpstæðan vanda í meðferðarkerfi fyrir börn og ungmenni. Eftir andlát 17 ára pilts á Stuðlum í síðustu viku vakna spurningar um getu stjórnvalda til að bregðast við vaxandi þörf fyrir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni.
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir í aðsendri grein í dag Stuðla, eitt af fáum úrræðum fyrir börn með alvarlegan hegðunar- og fíknivanda, hafa lengi starfað við óviðunandi skilyrði, þar sem skortur á úrræðum, aukið ofbeldi ungmenna og ófullnægjandi forvarnir séu hluti af vandanum. Nauðsynlegt sé að bregðast við með aukinni áherslu á stuðning og markviss úrræði.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.