Streymi: Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar

Sérfræðingar varpa ljósi á dökku hliðar gervigreindar og misnotkun tækninnar …
Sérfræðingar varpa ljósi á dökku hliðar gervigreindar og misnotkun tækninnar til að brjóta kynferðislega á börnum. Eggert Jóhannesson

Málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. 

Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða til þingsins en hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér fyrir neðan. Dagskrá þess hefst klukkan 13:30.

Setja andlit barna á klámfengið efni 

Við blasir nýr veruleiki í kjölfar tækniþróunarinnar en t.d. er hægt að búa til ólöglegt efni með gervigreind án þess að raunverulegar manneskjur komi við sögu eða setja andlit barna á klámfengið efni með notkun gervigreindar.

Vekur það upp ýmsar spurningar um hvernig dreifing og varsla barnakláms, sem alfarið er unnið af gervigreind, falli undir þau lög sem gilda í dag. Þessum spurningum ásamt öðrum verður varpað fram á málþinginu.

Fjórir sérfræðingar halda tölu á þinginu og varpa ljósi á dökku hliðar gervigreindar og misnotkun slíkrar tækni til að brjóta kynferðislega á börnum.

  • Philip D. Jaffé, prófessor við Genfarháskólann og nefndarmaður í barnaréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.
  • Regína Jensdóttir, yfirmaður barnaréttindasviðs Evrópuráðsins.
  • Matthew McVarish, meðstofnandi Brave Movement
  • Anton Toni Klančnik – Sérfræðingur í barnavernd hjá netglæpadeild Europol.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert