Tvö börn útskrifuð en tvö önnur þurftu innlögn

Barnaspítalinn hafði fram að þessu sinnt 27 börnum með einkenni …
Barnaspítalinn hafði fram að þessu sinnt 27 börnum með einkenni smitsins. Tala smitaðra og þeirra barna með grunuð smit er þannig komin upp í 38. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö börn voru útskrifuð af Barnaspítala Hringsins vegna E. coli smits fyrr í dag en önnur tvö börn voru lögð inn á spítalann vegna smits samkvæmt upplýsingum frá Landspítala Íslands.

Alls liggja fjögur börn inni á spítala. Tvö þeirra eru á gjörgæslu.

Búið er að taka ellefu ný sýni vegna gruns um E. coli smit og þau til rannsóknar. Öll smitin tengjast leikskólanum Mánagarði.

Barnaspítalinn hafði fram að þessu sinnt 27 börnum með einkenni smitsins. Tala smitaðra og þeirra barna með grunuð smit er þannig komin upp í 38.

Eftirlit er haft með öllum þeim börnum sem sýna einkenni smits hvort sem að þau liggja á spítala eða ekki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert