Verður sérstakur fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson alþingismaður mun skipa 5. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi í komandi kosningum til Alþingis, en kjördæmisráð flokksins samþykkti listann á fundi í gærkvöldi.

Við það tækifæri tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hefði ákveðið að gera Jón að sérstökum fulltrúa sínum í matvælaráðuneytinu, en auk þess að gegna embætti forsætisráðherra gegnir Bjarni ráðherradómi í ráðuneyti matvæla sem og í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu í starfsstjórninni sem nú situr.

Mögulegt er að Jón taki sér hlé frá þingstörfum á meðan hann fylgir eftir forgangsmálum ráðherrans í matvælaráðuneytinu en það mun skýrast innan tíðar.

Mál sem bíða úrlausnar

„Í matvælaráðuneytinu eru fjölmörg mál sem bíða úrlausnar og áherslur núverandi ráðherra og forvera hans eru ólíkar á mörgum sviðum og mitt verkefni verður að þoka þeim áfram og koma í höfn,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið.

„Það er alveg ljóst að það eru ýmis mál sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hafa látið reka á reiðanum í matvælaráðuneytinu og er þar af fjölmörgu að taka,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka