Verður sérstakur fulltrúi Bjarna í ráðuneytinu

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður mun skipa 5. sæti fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi kosn­ing­um til Alþing­is, en kjör­dæm­is­ráð flokks­ins samþykkti list­ann á fundi í gær­kvöldi.

Við það tæki­færi til­kynnti Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, að hann hefði ákveðið að gera Jón að sér­stök­um full­trúa sín­um í mat­vælaráðuneyt­inu, en auk þess að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra gegn­ir Bjarni ráðherra­dómi í ráðuneyti mat­væla sem og í fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­inu í starfs­stjórn­inni sem nú sit­ur.

Mögu­legt er að Jón taki sér hlé frá þing­störf­um á meðan hann fylg­ir eft­ir for­gangs­mál­um ráðherr­ans í mat­vælaráðuneyt­inu en það mun skýr­ast inn­an tíðar.

Mál sem bíða úr­lausn­ar

„Í mat­vælaráðuneyt­inu eru fjöl­mörg mál sem bíða úr­lausn­ar og áhersl­ur nú­ver­andi ráðherra og for­vera hans eru ólík­ar á mörg­um sviðum og mitt verk­efni verður að þoka þeim áfram og koma í höfn,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Það er al­veg ljóst að það eru ýmis mál sem fyrr­ver­andi ráðherr­ar Vinstri grænna hafa látið reka á reiðanum í mat­vælaráðuneyt­inu og er þar af fjöl­mörgu að taka,“ seg­ir hann.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert