Yfirgefur Samfylkinguna og snýr aftur í VG

Rósa gekk til liðs við Samfylkinguna í desember 2020.
Rósa gekk til liðs við Samfylkinguna í desember 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, virðist hafa sagt skilið við flokkinn.

Hún skipar annað sæti lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 

Í öðru sæti fyrir Samfylkingu síðast

Rósa Björk sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna árið 2020 og sagðist hún þá ekki lengur eiga samleið með flokknum. 

Hún gagnrýndi flokkinn á þeim tíma fyrir að hafa ekki mótað nýja stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda eða fylgt mannúðarsjónarmiðum í málaflokknum. 

Hún gekk til liðs við Samfylkinguna nokkrum mánuðum síðar og var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum. Hún hefur setið sem varaþingmaður flokksins síðan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert