Glerhálka á vegum og götum í kvöld

Búast má við glerhálku í kvöld og í nótt.
Búast má við glerhálku í kvöld og í nótt. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Í kvöld mun koma til með að kólna ákveðið og frysta og mun það gerast ofan í blauta vegi sunnan- og vestanlands. Er því hætt við glerhálku á vegum og götum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar.

Segir þar að einnig sé hætt við glerhálku á stígum og bílastæðum seint í kvöld og í nótt.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert