Halla Hrund leiðir í Suðurkjördæmi

Halla Hrund Logadóttir á kjördæmisþinginu í dag.
Halla Hrund Logadóttir á kjördæmisþinginu í dag. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar, verður í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Kjördæmissamband Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti framboðslista á kjördæmisþingi í dag.

Í öðru sæti er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármála- og innviðaráðherra. Þriðja sæti skipar Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður og í fjórða sæti er Fida Abo Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur. Í fimmta sæti er Sigurður E. Sigurjónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Tekur við fyrsta sætinu af auðmýkt

,,Ég er stoltur yfir sterkum lista Suðurkjördæmis með öflugu fólki sem er fjölbreyttur með sterkri liðsheild og var samþykktur á kjördæmisþingi Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi. Framsókn er tilbúin til að takast á við áskoranir og halda áfram að vinna að lausnum sem bæta samfélagið. Ég hlakka til næstu daga og vikna,“ er haft eftir Sigurði Inga í tilkynningu.

,,Ég tek við fyrsta sæti í Suðurkjördæmi full af auðmýkt og þakklæti. Hér í dag samþykktum við frábæran framboðslista af fólki sem er tilbúið að vinna af krafti fyrir samfélagið og ég hlakka til að starfa með ásamt öflugu fólki um allt land,” er haft eftir Höllu Hrund í tilkynningu.

Listi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í heild sinni:

  1. Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri Reykjavík
  2. Sigurður Ingi Jóhannsson Fjármála- og Innviðaráðherra Hrunamannahreppur
  3. Jóhann Friðrik Friðriksson Alþingismaður og lýðheilsufræðingur Reykjanesbær
  4. Fida Abu Libdeh Orku- og umhverfistæknifræðingur og frumkvöðull Reykjanesbær
  5. Sigurður E. Sigurjónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Kirkjubæjarklaustur
  6. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir Formaður Bæjarráðs & varaþingmaður Reykjanesbær
  7. Lilja Einarsdóttir Hjúkrunarforstjóri Rangárþing eystra
  8. Geir Jón Þórisson Fyrrverandi yfirlögregluþjónn Vestmannaeyjar
  9. Vilhjálmur R. Kristjánsson Þjónustustjóri Grindavík
  10. Iða Marsibil Jónsóttir Sveitarstjóri og varaþingmaður Grímsnes og Grafningshreppur
  11. Margrét Ingólfsdóttir Kennari Sveitarfélagið Hornafjörður
  12. Anton Kristinn Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Suðurnesjabær
  13. Ellý Tómasdóttir Forvarna- og bæjarfulltrúi, Árborg
  14. Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri Vík í Mýrdal
  15. Ingibjörg Ingvadóttir Lögmaður og háskólakennari Þorlákshöfn
  16. Hafdís Ásgeirsdóttir Deildarstjóri á leikskóla Rangárþingi ytra
  17. Jón K. Bragason Sigfússon Matreiðslumeistari Bláskógabyggð
  18. Drífa Sigfúsdóttir Heldri borgari Reykjanesbæ
  19. Eiríkur Vilhelm Sigurðsson Sviðsstjóri Kömbum Rangárþingi ytra
  20. Silja Dögg Gunnarsdóttir Viðskiptastjóri og fyrrv. Alþingismaður Reykjanesbær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert