Ingibjörg Isaksen leiðir í Norðausturkjördæmi

Ingibjörg Ólöf Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Ólöf Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins. Ljósmynd/Aðsend

Ingi­björg Ólöf Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, leiðir lista flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Kjör­dæm­is­sam­band Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi samþykkti fram­boðslista á kjör­dæm­isþingi fyrr í dag.

Í öðru sæti er Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, alþing­ismaður og bóndi, og þriðja sæti skip­ar Jón­ína Brynj­ólfs­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórn­ar. Í fjórða sæti er Skúli Bragi Geir­dal, verk­efn­is­stjóri Fjöl­miðlanefnd­ar, og í fimmta sæti er Þuríður Lillý Sig­urðardótt­ir, bóndi og bæj­ar­full­trúi.

Stolt af ár­angri kjör­tíma­bils­ins

,,Ég er stolt af því að fá að leiða þenn­an öfl­uga lista okk­ar Fram­sókn­ar­fólks í kjör­dæm­inu. Við byggj­um á góðri reynslu, dýr­mæt­um mannauð og breiðri þekk­ingu á kjör­dæm­inu öllu. Við höf­um átt í góðu sam­tali við fólkið í kjör­dæm­inu og göng­um full til­hlökk­un­ar til sam­tals við kjós­end­ur, enda eru tæki­fær­in mörg og fjöl­breytt,” er haft eft­ir Ingi­björgu í til­kynn­ingu.

„Við vilj­um halda áfram að efla heil­brigðisþjón­ustu um land allt, vinna að orku­ör­yggi, hús­næðismál­um og ekki síst að vinna að lækk­un vaxta og verðbólgu fyr­ir fólkið í land­inu. Við erum stolt af þeim ár­angri sem náðst hef­ur í flóknu sam­starfi á síðustu árum og hlökk­um til sam­tals­ins næstu vikna,“ er jafn­framt haft eft­ir henni.

Listi Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi í heild sinni:

  1. Ingi­björg Ólöf Isak­sen, alþing­ismaður, Ak­ur­eyri
  2. Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, alþing­ismaður, Grýtu­bakka­hreppi
  3. Jón­ína Brynj­ólfs­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórn­ar, Múlaþingi
  4. Skúli Bragi Geir­dal, verk­efn­is­stjóri Fjöl­miðlanefnd­ar, Ak­ur­eyri
  5. Þuríður Lillý Sig­urðardótt­ir, bóndi og bæj­ar­full­trúi, Fjarðabyggð
  6. Krist­inn Rún­ar Tryggva­son, bóndi, Norðurþing
  7. Ásdís Helga Bjarna­dótt­ir, yf­ir­verk­efna­stjóri, Múlaþingi
  8. Jón K. Ólafs­son, for­stöðumaður, Fjalla­byggð
  9. Eiður Pét­urs­son, vél­fræðing­ur, Norðurþingi
  10. Hall­dóra Magnús­dótt­ir, kenn­ari, Eyja­fjarðarsveit
  11. Elís Pét­ur Elís­son, fram­kvæmda­stjóri, Fjarðarbyggð
  12. Kristjana Louise Friðbjarn­ar­dótt­ir, starfsmaður á hjúkr­un­ar­heim­ili, Vopnafirði
  13. Eggert Stef­áns­son, bóndi, Langa­nes­byggð
  14. Patrycja Maria Reim­us, náms­ráðgjafi, Þing­eyj­ar­sveit
  15. Hall­dóra Hauks­dótt­ir, lögmaður, Ak­ur­eyri
  16. Monika Mar­grét Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri, Dal­vík­ur­byggð
  17. Snæ­björn Sig­urðson, verk­efna­stjóri, Ak­ur­eyri
  18. Aðal­heiður Björt Unn­ars­dótt­ir, rit­ari, Múlaþingi
  19. Eg­ill Ol­geirs­son, elli­líf­eyr­isþegi, Norðurþingi
  20. Lín­eik Anna Sæv­ars­dótt­ir, alþing­ismaður, Fjarðarbyggð
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert