Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í dag.
Alma Möller landslæknir leiðir listann. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður, og fjórða sæti skipar Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari.
Heiðurssætið skipar Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
„Við förum vel skipulögð og sameinuð inn í kosningabaráttuna, auk þess sem við erum vel nestuð í gegnum útspil flokksins sem unnin voru í gegnum málefnavinnu um land allt, m.a. í samvinnu við almenning og fagfólk. Það er ákall um breytingar í íslenskum stjórnmálum, Samfylkingin er hið pólitíska afl sem getur brugðist við því ákalli og það hyggjumst við gera. Það er þörf á úrbótum hvert sem á er litið og hvort sem um ræðir efnahagsmál, húsnæðismál eða samgöngumál. Heilbrigðismálin eru svo, eins og gefur að skilja, mitt hjartans mál og þar er einnig svigrúm til að gera betur,“ er haft eftir Ölmu Mölller í tilkynningu.
Listinn í heild sinni:
- Alma Möller, landlæknir
- Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður
- Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari
- Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður
- Hildur Rós Guðbjargardóttir, umsjónarkennari
- Ómar Ingþórsson, landslagsarkitekt
- Margrét Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri
- Mirabela Aurelia Blaga, lögfræðingur
- Baldur Ólafur Svarvarsson, arkitekt
- Friðmey Jónsdóttir, sérfærðingur í æskulýðsmálum
- Jón Gunnlaugur Viggósson, íþróttastjóri hjá HSÍ
- Auður Brynjólfsson, stjórnmálafræðingur
- Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur
- Maria Eugenia Aleman Henriquez, ráðgjafi
- Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
- Kolbrún Lára Kjartnasdóttir, leikskólakennari
- Tryggvi Felixson, leiðsögumaður og ráðgjafi
- Hildur María Friðriksdóttir, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum
- Sigurður Óli Karlsson, háskólanemi
- Sólveig Skaftadóttir, verkefnastjóri
- Þórarinn Snorri Sigurgiersson, skrifstofustjóri Þroskahjálpar
- Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur
- Kári Þrastarson, hugbúnarasérfræðingur
- Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri
- Ólafur Guðmundsson, fyrr. Rannsóknarlögreglumaður
- Rannveig Guðmundsdóttir, fyrr, alþingismaður
- Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði