Logi leiðir Norðausturkjördæmi

Logi vill halda sínu þingsæti.
Logi vill halda sínu þingsæti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingar í Norðausturkjördæmi.

Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, og fjórða sætið skipar Sindri Kristjánsson lögfræðingur.

Í heiðurssætinu er Ólafur Ármannsson, framkvæmdastjóri bílaverkstæðisins Bílar og vélar á Vopnafirði.

„Við í Samfylkingu höldum full sjálfstrausts í kosningabaráttuna. Við erum tilbúin til þjónustu, fáum við til þess traust í kosningunum, eftir markvissa vinnu síðustu tvö árin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns,“ er haft eftir Loga í tilkynningu.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi:
1. Logi Einarsson, alþingismaður
2. Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari VA
3. Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur RHA
4. Sindri Kristjánsson, lögfræðingur
5. Stefán Þór Eysteinsson, fagstjóri hjá Matís í Neskaupstað
6. Kristín Helga Schiöth, framkvæmdastjóri
7. Ásdís Helga Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá Afli
8. Jóhannes Óli Sveinsson, stuðningsfulltrúi
9. Eva María Ingvadóttir, aðjúnkt við HA
10. Benóný Valur Jakobsson, verslunarmaður
11. Valborg Ösp Á. Warén, verkefnastjóri
12. Nói Björnsson, formaður íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
13. Elsa María Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
14. Birkir Snær Guðjónsson, hafnarvörður
15. Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri
16. Reynir Ingi Reinhardsson, lögfræðingur
17. Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri
18. Árni Gunnarsson, bóndi í Sveinungsvík
19. Svanfríður Jónasdóttir, fv. bæjarstjóri og alþingismaður
20. Ólafur Ármannsson, framkvæmdastjóri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert