Þrjár lögreglubifreiðar urðu fyrir tjóni í eftirförinni

Ökumaðurinn var handtekinn í Grafarvogi.
Ökumaðurinn var handtekinn í Grafarvogi. Ljósmynd/Jón Axel Ólafsson

Þrjár lögreglubifreiðar urðu fyrir tjóni í eftirför sem lögregla veitti ökumanni í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hófst eftirförin á Vesturlandsvegi eftir að ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglu og leiddi inn í Grafarvog og þaðan yfir í Grafarholt.

Lögregla náði svo að stöðva för hans þegar aftur var komið inn í Grafarvog.

Ökumaðurinn var handtekinn og færður niður á lögreglustöð og er ástand hans nú til rannsóknar.

Þá er einnig haft eftir lögreglu að ökumaðurinn hafi brotið þó nokkur umferðarlög í eftirförinni, þar á meðal svigakstur og akstur gegn rauðu ljósi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert