Bjarni til liðs við Græningja

mbl.is/Sigurður Bogi

Bjarni Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að ganga til liðs við Græningja.

„Ég hef ákveðið að ganga til liðs nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrú hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúrvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni í tilkynningu. 

Hann segist brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis.

„Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu. Blómleg búseta og fjölskylduvænt samfélag felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, nálægð við ósnortna náttúru, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum og skapandi  atvinnutækifærum við allra hæfi,“ segir Bjarni í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert