Fluttur á slysadeild vegna eldsins í Almannadal

Eldurinn kviknaði í morgun.
Eldurinn kviknaði í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild til að kanna með mögulega reykeitrun vegna elds sem kviknaði í hjólhýsi í Almannadal í morgun.

Þetta segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,  í samtali við mbl.is.

Ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kviknaði.

Lögregla fer með rannsókn málsins. Á þessu stigi er ekki grunur um saknæmt athæfi.

Að sögn Jóns Kristins Vals­sonar, aðstoðar­varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, tók um hálftíma að slökkva eldinn. Þá sé hjólhýsið illa farið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert