Hafnar óhóflegum kröfum á eldi

Björn Bjarki Þorsteinsson.
Björn Bjarki Þorsteinsson. Ljósmynd/Aðsend

„Ég styð laxeldi, sem er lífæðin víða á Vestfjörðum,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, frambjóðandi í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Hann kveðst ekki hlynntur því að bannað verði að halda frjóum laxi í sjókvíum á Íslandi eftir tíu ár sé það krafa sem er eldisgreininni ómögulegt að uppfylla.

Í nýlegu viðtali við Bæjarins besta, bb.is, mátti skilja að hann væri hlynntur tillögu þess efnis, en í samtali við Morgunblaðið kveðst Björn Bjarki aðeins hafa verið að benda á dæmi um atriði sem nefnd voru í umsögnum um lagareldisfrumvarpið sem mætti skoða frekar.

Lesa má nánar um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert