Jón Pétur í þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokki

Jón Pétur Zimsen vill á þing.
Jón Pétur Zimsen vill á þing.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Hildur Sverrisdóttir formaður þingflokksins skipar annað sæti.

Þriðja sætið skipar Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, sem vakið hefur athygli fyrir gagnrýni sína um andvaraleysi skólayfirvalda.

Birg­ir Ármanns­son for­seti Alþing­is skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu þingkosningum.

Hann tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að gefa ekki aft­ur kost á sér í kom­andi þing­kosn­ing­um. Birg­ir hef­ur setið á þingi frá ár­inu 2003.

Birgir á fundinum í dag.
Birgir á fundinum í dag. mbl.is/Hákon

Listinn í heild sinni:

  1. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra
  2. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður
  3. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla
  4. Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum formaður Lögmannafélagsins
  5. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður
  6. Birna Bragadóttir, forstöðukona frumkvöðlaseturs og vísindamiðlunar
  7. Sigurður Ágúst Sigurðsson, fyrrv. forstjóri og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
  8. Anna Fríða Ingvarsdóttir, körfuknattleikskona
  9. Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Höfða
  10. Ágústa Guðmundsdóttir, frumkvöðull og professor emeritus
  11. Þórður Gunnarsson, hagfræðingur
  12. Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir, kennari, uppeldis- og menntunarfræðingur
  13. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður og fasteignasali
  14. Auður Jónsdóttir, hársnyrtir og viðskiptafræðingur
  15. Ari Björn Björnsson, menntaskólanemi
  16. Marteinn Pétur Urbancic, flugmaður, hlaðvarpari og hlaupari
  17. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður
  18. Guðjón Birkir Björnsson, húsasmiður
  19. Bryndís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri
  20. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
  21. Elsa Björk Valsdóttir, skurðlæknir
  22. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka