Lambið synti 200 til 300 metra í sjónum

Björgunarsveitarmennirnir sóttu lambið fyrr i dag.
Björgunarsveitarmennirnir sóttu lambið fyrr i dag. Ljósmynd/Björgunarfélag Ísafjarðar

Björgunarsveitarmenn Björgunarfélags Ísafjarðar sóttu lamb sem skellti sér í sjósund í dag.

Þetta kemur fram í færslu félagsins á Facebook.

Þar kemur fram að lambið hafi synt 200 til 300 metra út á sjó. Þegar björgunarsveitarmenn náðu því hafi þeir síðan farið með það í sjóferð inn í Engidal.

„Ótrúleg er íslenska sauðkindin og lætur ekki smá sjósund vefjast fyrir sér,“ kemur fram í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert