Selenskí kemur til Íslands

Selenskí og Bjarni
Selenskí og Bjarni Ljósmynd/Stjórnarráðið

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til Íslands á morgun.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Selenski mun funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og taka þátt í fjórða leiðtogafundi Norðurlandanna og Úkraínu.

Þá kemur fram að Selenskí muni einnig ávarpa gesti á þingi Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík á þriðjudaginn. Þá mun Selenskí einnig eiga fund með forseta Íslands.

Þingið verður haldið í Reykjavík dagana 27. október til 31. október. 

Bryndís Haraldsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, sagði í samtali við mbl.is fyrr í mánuðinum að hún ætti von á öflugu og góðu þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert