Símar alfarið bannaðir í 45% grunnskóla

Grunnskólar landsins segjast hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun …
Grunnskólar landsins segjast hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun nemenda. Ljósmynd/Colourbox

Grunnskólar landsins, sem svöruðu í könnun, segjast hafa sett sér einhverjar reglur um símanotkun nemenda. Í tæpum helmingi þeirra eða 45% grunnskóla á landinu eru símar alfarið bannaðir en algengast er að símanotkun sé leyfð með takmörkunum í skólum.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Umboðsmaður barna sendi til allra 174 grunnskóla landsins í lok ágúst sl. Svör bárust frá 126 skólum. Greint er frá niðurstöðunum á vefsíðu umboðsmanns.

„Þegar spurt var um hvort reglur væru í skólanum um símanotkun svöruðu allir því játandi. Þegar hins vegar var spurt um hvort símar væru leyfðir í skólum svaraði tæpur helmingur því neitandi, flestir skólar leyfðu þó síma með takmörkunum,“ segir á vef umboðsmanns.

Fram kemur að þegar spurt var um fyrir hvaða aldur símar væru leyfðir kom í ljós að flestir skólar eru með strangari reglur eða símabann fyrir nemendur í yngri bekkjum grunnskóla.

Nánari umfjöllun er að finna í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert