Telja að bensín lækki um 95 kr.

FÍB vill að upptöku kílómetragjalds verði frestað um ár.
FÍB vill að upptöku kílómetragjalds verði frestað um ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að upptaka kílómetra­gjalds á ökutæki og skattabreyt­ingar á eldsneyti því samhliða ættu að lækka núverandi útsöluverð á bensínlítra um ríflega 95 krónur og útsöluverð á dísilolíulítra um 77 krónur.

Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarp sem efnahags- og fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi um kílómetragjald.

Segir félagið að útsöluverð á bensíni á ódýrustu stöðvunum gæti því verið í kringum 190 krónur á lítra miðað við núverandi heimsmarkaðsverð. Á dýrari afgreiðslustöðvum gæti verðið verið í kringum 220 krónur á lítra. Útsöluverð á dísilolíu miðað við núverandi heimsmarkaðsverð og álagningu olíufélaganna á hvern lítra ætti að fara um og undir 215 krónur á ódýrari afgreiðslustöðvum og undir 240 krónur á lítra á dýrari afgreiðslustöðvum.

Lesa má nánar um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert