Varasamir vírusar geta fylgt Roblox

Heillandi heimur fyrir börn og ungmenni á netinu – en …
Heillandi heimur fyrir börn og ungmenni á netinu – en varasamur.

Full ástæða er fyrir fólk til að vera á varðbergi gagnvart netárásum sem rekja má til tölvuleikja á borð við Roblox. Nýleg dæmi eru um að netþrjótar hafi komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn hjá fólki eftir að viðbætur við Roblox voru sóttar á tölvur þess.

„Við erum með lausn sem felur það í sér að stafrænar eignir fyrirtækja eru kortlagðar. Hluti af þeim upplýsingum sem við vinnum með er lykilorð og upplýsingar sem hefur verið stolið. Nýlega höfum við séð skjáskot af íslensku fólki að spila Roblox og með fylgja lykilorð og aðrar upplýsingar sem tengjast þessu fólki,“ segir Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri netforvarnafyrirtækisins Aftra.

Roblox er mjög vinsæll meðal barna og ungmenna hér á landi. Hann er meira en hefðbundinn tölvuleikur, eins konar samfélagsmiðill líka þar sem hægt er að spila leiki og spjalla við aðra notendur. Sá hluti hefur einmitt verið gagnrýndur, enda auðvelt fyrir níðinga að sitja fyrir fórnarlömbum sínum í ýmsum afkimum sem ekki er fylgst með.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert