Ávinningur í því að fá hingað alþjóðleg mót

Frá keppni í rafíþróttum á fjölgreinamótinu Reykjavíkurleikunum.
Frá keppni í rafíþróttum á fjölgreinamótinu Reykjavíkurleikunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vihjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins færði rafíþróttir í tal í fyrirspurnartíma í sölum Alþingis nýverið en hann telur að byggja þurfi rafíþróttir betur upp á Íslandi.

„Segja má að þetta sé tvíþætt. Annars vegar um stöðu rafíþrótta innan íþróttahreyfingarinnar og í kerfinu og hins vegar hversu mikill fjárhagslegur ávinningur geti falist í því að halda alþjóðleg rafíþróttamót herlendis,“ segir Vilhjálmur og nefnir að í heimsfaraldrinum hafi verið haldið afar stórt mót á Íslandi.

„Á covid-tímanum voru haldin hér alþjóðleg rafíþróttamót. Þá komu fleiri þúsund gestir til landsins og fleiri hundruð þúsund ef ekki milljónir horfðu á í sjónvarpinu eða í netútsendingum. Þessi mót voru yfir 18 milljarða innspýting í íslenskt efnahagslíf og þá er ég einungis að tala um þessi mót sem voru haldin hér í covid. Þá þótti Ísland ákjósanlegur staður til að halda slík mót. Með þessum fyrirspurnum vildi ég vekja athygli á því hversu mikilvægt getur verið fyrir íslenskt íþróttalíf og efnahagslíf að fylgja þessu eftir,“ segir Vilhjálmur en hvaðan kemur talan 18 milljarðar í þessu samhengi?

„Þessi tala kemur úr niðurstöðum skýrslu sem dönsk verkfræðistofa gerði fyrir Íslandsstofu. Inni í þessari tölu er allt starfsfólkið og tekjur fyrir flugfélög, hótel, veitingastaði og þá sem þjónusta erlenda gesti.

Einnig er lagt mat á virði landkynningar með öllum þeim fréttum sem eru birtar frá mótinu. Þetta var þó ekki tæmandi og áhugi í Asíu var ekki með í þessari tölu.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert