Birgir spenntur fyrir nýjum kafla

Birgir Ármannsson skipar heiðurssætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður …
Birgir Ármannsson skipar heiðurssætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosningar. mbl.is/Hákon

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti um helgina að eftir 21 árs setu á Alþingi gæfi hann ekki kost á sér í komandi þingkosningum. Hann kveðst þó ekki vera á förum úr pólitíkinni þótt hann sé að yfirgefa þingið.

„Ég er spenntur fyrir því að takast á við ný verkefni á nýjum sviðum,“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið en viðurkennir að hann hafi ekki leitt hugann að því hvað taki við.

„Hitt er annað mál að ég hef enn þá gaman af pólitík og mun alveg örugglega vera áfram þátttakandi í henni í gegnum flokksstarf sjálfstæðismanna og í gegnum vini og samherja sem enn eru þar á vettvangi,“ segir Birgir.

„Eins og ég sagði við félaga mína í þingflokki og flokknum hérna í Reykjavík þá er ég ekki að fara langt. Ég verð áfram með þeim í baráttunni.“

Spurður hvort þetta hafi verið erfið ákvörðun svarar Birgir játandi.

„Já, þetta var svolítið erfið ákvörðun. Það er auðvitað þannig að eftir svona langan tíma í stjórnmálum þá er skrefið ansi stórt þegar maður ákveður að hætta. Hins vegar þegar ég var kominn niður á niðurstöðu þá fann ég að ég var afskaplega sáttur við hana.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert