Einn fluttur á slysadeild eftir slagsmál á veitingastað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir slagsmál við veitingastað í hverfi 111 í Reykjavík í gærkvöld.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um rúðubrot í grunnskóla í Vesturbænum og þá bárust lögreglunni þrjár tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, í hverfum 108, 200 og 203. 

Þrjár tilkynningar bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um grunsamlegar mannaferðir; í hverfum 108, 200 og 203. Ekkert var að sjá þegar lögreglu bar að. Ekkert sjá þegar lögreglu bar að

Nokkuð um slæmar lagningar ökutækja á eða við gangbrautar í hverfi 210. Eigendur þeirra ökutækja mega eiga von á sekt vegna stöðubrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert