Fallið frá ákæru um tilraun til manndráps

Úr dómsal í morgun.
Úr dómsal í morgun. mbl.is/Karítas

Héraðssaksóknari hefur fallið frá ákærulið í Sólheimajökulsmálinu sem snýr að tilraun til manndráps. Ný ákæra verður gefin út vegna málsins.

Þessu greindi Karl Ingi Vilbergsson saksóknari frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun er aðalmeðferð hófst.

Í ákærunni sem gefin var út í júlí er 35 ára karlmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa tekið mann kyrkingartaki 11. mars árið 2023 í Norðlingaholti.

Maðurinn er sagður hafa þrengt að öndunarvegi brotaþola í minnsta kosti sjö mínútur en lögreglan náði að losa manninn úr takinu.

Tók á móti pottunum

Sakborningurinn er einnig ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot í tengslum við Sólheimajökulsmálið.

Hann er talinn hafa tekið á móti potti sem innihélt fíkniefni sem kom með skemmtiferðaskipti til landsins í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert