Fella niður skólastarf á morgun

Samningafundur KÍ og SÍS hefst klukkan níu í dag
Samningafundur KÍ og SÍS hefst klukkan níu í dag mbl.is/Golli

Verkföll í níu leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum munu að öllu óbreyttu hefjast á morgun.

Samningaviðræðum Kennarasambands Íslands (KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) miðar hægt og enn ber töluvert á milli. Þetta segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, í samtali við Morgunblaðið.

Engin formleg kröfugerð hefur komið fram af hálfu KÍ en Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að krafa kennara væri að laun þeirra yrðu sambærileg launum sérfræðinga á almennum markaði, sem væri í kringum milljón krónur á mánuði.

Boðað hefur verið til samningafundar hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag. Telur Inga ólíklegt að samningar náist fyrir fyrirhuguð verkföll.

Aðgerðir í leikskólum eru ótímabundnar og fella kennarar niður störf í fjórum þeirra í fyrramálið. Það eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki.

Aðgerðir í grunnskólum eru tímabundnar og standa til 22. nóvember. Verkföll hefjast í þremur grunnskólum á morgun; Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri.

Aðgerðir í framhalds- og tónlistarskólum eru sömuleiðis tímabundnar en verkföll við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tónlistarskóla Ísafjarðar hefjast í fyrramálið og standa til 20. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert