Finn fann ekkert við Flosagjá

Finn að störfum í skottinu á bíl mbl.is.
Finn að störfum í skottinu á bíl mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan naut liðsinnis leitarhundsins Finn þegar leitað var í bílum fjölmiðla sem eru á leiðinni á Þingvelli en þar ætlar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að funda með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta síðar í dag.

Leitað var í bílunum á bílastæði við Flosagjá.

Leitað var í bílunum á bílastæði skammt frá Flosagjá.
Leitað var í bílunum á bílastæði skammt frá Flosagjá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Finn þefaði m.a. í skottum bílanna en að sögn blaðamanns mbl.is á staðnum fann hann ekkert sem honum líkaði illa við. Lögreglumenn voru einnig með vasasljós sín á lofti og leituðu í hverjum krók og kima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka