Hafa daginn til að afstýra verkföllum

Verkföll hafa verið boðuð í þrettán skólum.
Verkföll hafa verið boðuð í þrettán skólum. mbl.is/Hari

Samninganefndir Kennarasambands Íslands, ríkisins og sveitarfélaga gera nú lokaatlögu að afstýra verkföllum í níu skólum sem hafa verið boðuð á morgun að því gefnu að samningar náist ekki.

Kennarar í fjórum skólum til viðbótar munu leggja niður störf í nóvember verði samningar ekki í höfn.

Fundur samninganefnda með sáttasemjara hófst klukkan níu í morgun og á að standa yfir til klukkan 16 í dag.

Upplýsingafundur í hádeginu

Í hádeginu í dag hélt Kennarasamband Íslands upplýsingafund með sínu félagsfólki á Teams þar sem farið var yfir stöðu kjaraviðræðna og verkfallsaðgerðir.

Kennarar í þrettán skólum hafa samþykkt að leggja niður störf. Eru verkfallsaðgerðirnar ýmst tímabundnar eða ótímabundnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka