Hlýnar í veðri eftir hádegi

Úrkomuspá klukkan 9.
Úrkomuspá klukkan 9. Kort/Veðurstofa Íslands

Það gengur í sunnan 8-15 m/s í dag með rigningu eða slyddu en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi.

Veður fer hlýnandi en hitinn verður 2-8 stig eftir hádegi og þá lægir norðvestantil. Í kvöld verður vindurinn suðvestlægari og þá verður úrkomuminna.

Á morgun verður vestan 10-18 m/s sunnantil. Þar verða skúrir og hitinn 3 til 7 stig en það dregur úr vindi eftir hádegi. Vindur verður hægari norðanlands. Þar verður slydda eða snjókoma með köflum með hita nálægt frostmarki.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert