Höfðu áhyggjur af neyslumynstri höfuðpaursins

Úr dómsal í morgun.
Úr dómsal í morgun. mbl.is/Karítas

Svo virðist sem einn sakborninga í Sólheimajökulsmálinu hafi haft áhyggjur af neyslumynstri höfuðpaurs glæpahópsins, Jóns Inga Sveinssonar. Jón Ingi hafi lifað hátt.

Aðalmeðferð í málinu hófst í dag. Glæpa­hópurinn er grunaður er um inn­flutn­ing, vörslu, sölu og dreif­ingu fíkni­efna.

Málið er um­fangs­mikið og flókið. Lög­regla hef­ur lagt hald á um sex kíló af fíkni­efn­um, hátt í 40 millj­ón­ir króna, pen­inga­taln­inga­vél­ar, auk veru­legs magns vopna, þ.á.m. hin ýmsu skot­vopn, sverð, fimm axir og fjölda stungu­vopna.

Sakborningarnir eru 15. Þeir voru upp­runa­lega 18 en þrír ákærðu hafa játað sök og hafa mál þeirra því verið skil­in frá stóra mál­inu. Nokkr­ir sak­born­ing­anna hafa játað brot sitt að hluta.

Ekki óeðlilegt að eiga peningatalningavél

Pét­ur Þór Elías­son er 36 ára og er telur lögregla hann hafa verið hægri hönd Jóns Inga í starfseminni. Pétur á bifreiðaverkstæði í Kópavogi.

Hann sagðist þekkja suma meðákærðu og hafa gert við bíla margra þeirra.

Hann neitar sök í ákærulið sem snýr að stórfelldu fíkniefnalagabroti og segist ekki kannast við fíkniefni sem lögregla gerði upptæk.

Meðal þess sem kemur fram í ákæru er að Pétur hafi tekið á móti rúmlega 12 milljónum króna í reiðufé á verkstæðinu. Peningurinn er talinn hafa verið afrakstur brotastarfseminar og/eða ávinningur af öðrum refsiverðum brotum.

Spurður af hverju hann hafi átt peningatalningavél, sem lögregla gerði upptæka, svaraði Pétur að það væri vegna rekstur fyrirtækisins. Hann hefði tekið á móti töluverðu reiðufé fyrir viðgerðir. Ekkert óeðlilegt væri að hann ætti vélina.

Slæm áhrif á reksturinn

Lögregla telur að hann hafi notast við notendanöfnin Da Vinci og Piccasso á Signal. Símkort hans tengdi hann við annað þeirra.

Pétur neitaði hins vegar að hafa notast við nöfnin.

Þá neitaði hann að kannast við margvísleg samskipti sem Karl Ingi saksóknari bar undir hann við meðákærðu.

Hann viðurkenndi að vera góður vinur annars sakbornings sem heimsótti hann daglega á verkstæðið. Þá hafi þeir rætt ýmislegt sín á milli.

Vinurinn átti meðal annars að hafa kvartað við Pétur í janúar vegna neyslumynstur Jóns Inga. Sagði hann það hafa slæm áhrif á starfsemi hópsins. Hann sagði Jón Inga hafa lifað hátt.

Spurður út í hagi sína sagðist Pétur eiga fjölskyldu og vera í fullu námi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert