Lokanir komnar upp og langflestir vopnaðir

Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun.
Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun. mbl.is/Karítas

„Þetta er að fara af stað núna,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í viðbúnað í tengslum við komu Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta til landsins.

Hann segir viðbúnaðinn mikinn bæði í miðbæ Reykjavíkur, þar sem búið er að setja upp lokanir, og á öðrum stöðum þar sem Selenskí verður á ferðinni.

Lögreglan fyrir utan Hörpu í fyrra.
Lögreglan fyrir utan Hörpu í fyrra. AFP/John McDougall

„Langflestir í miðborginni í lögreglunni í kringum þetta verkefni verða vopnaðir,“ segir Kristján Helgi jafnframt aðspurður en fjöldi lögreglumanna þar hleypur á tugum. 

Liðsstyrkur frá Suðurnesjum

Til að sinna öryggisgæslu í Reykjavík hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fengið liðsstyrk frá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglan vinnur jafnframt með lögreglunni á Suðurlandi í kringum önnur svæði þar sem Selenskí verður á ferðinni, þar á meðal á Þingvöllum.

„Þetta er stórt samstarfsverkefni lögreglu og yfirvalda á svæðinu,“ segir hann og játar að verkefnið sé eitt af þeim stóru hjá lögreglunni og í líkingu við leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu á síðasta ári.

Erlendir lögreglumenn fyrir utan Hörpu á síðasta ári þegar leiðtogafundur …
Erlendir lögreglumenn fyrir utan Hörpu á síðasta ári þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert