Myndskeið: Þyrla Gæslunnar þræddi Reykjanesbrautina

TF-GNA á flugi.
TF-GNA á flugi. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrla Landhelgisgæslunnar þræddi Reykjanesbrautina og fylgdi þannig bílalest Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta á leið hennar frá Keflavíkurflugvelli og til Reykjavíkur.

Hér sést leið þyrlunnar eftir Reykjanesbrautinni og hvernig hún sveimar …
Hér sést leið þyrlunnar eftir Reykjanesbrautinni og hvernig hún sveimar yfir Reykjavík. Skjáskot/Flugratsjá

Til mikillar gæslu hefur verið stofnað í kringum komu þjóðarleiðtogans, sem hingað er kominn til að ræða við leiðtoga Norðurlandanna á þingi Norðurlandaráðs.

Bílalest Selenskís hélt frá Keflavíkurflugvelli niður í miðbæ, en þaðan er gert ráð fyrir að hann haldi á Þingvelli til fundar við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert