Búið að opna Reykjanesbraut aftur

Slökkviliðið er að störfum á vettvangi.
Slökkviliðið er að störfum á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búist er við því að Reykjanesbraut verði opnuð aftur fljótlega eftir þriggja bíla árekstur sem varð í morgun.

Þrír voru fluttir á slysadeild og er einn meira slasaður en hinir, að sögn Stefáns Más Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Verið er að fjarlægja bílana af veginum og eftir það verður hann þrifinn. Bílarnir eru allir illa farnir.

Stefán Már segist ekki hafa upplýsingar um tildrög slyssins.

Reykjanesbraut var lokað í báðar áttir og er hjáleið um Krýsuvíkurveg, Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.

Uppfært kl. 8.57:

Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert