Þorlákshöfn breytt

Gömlu bryggjunni er mokað út fyrir þá nýju sem er …
Gömlu bryggjunni er mokað út fyrir þá nýju sem er framar á myndinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Þessa dagana er verið að moka burt því sem eftir stóð af hinni gömlu Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn.

Þar nærri hefur verið útbúinn nýr 165 metra langur viðlegukantur, en tilkoma hans mun bæta mjög alla aðstöðu fyrir stærri skip í höfninni. Verktakafyrirtækið Hagtak byggði bryggjuna nýju, en jarðvinna, svo sem við að fjarlægja eldri mannvirki, er á hendi Suðurverks.

„Við vonumst til að skip geti lagst að hinni nýju bryggju með vorinu. Sitthvað er enn ógert, svo sem dýpkun hafnarinnar,“ segir Benjamín Ómar Þorvaldsson hafnarstjóri í samtali við Morgunblaðið.

Jafnhliða þeim framkvæmdum sem að framan er lýst hefur hafnargarður fram af Suðurvararbryggjunni verið lengdur um 250 metra. Andspænis honum er Austurgarður. Hann hefur nú verið styttur um 80 metra í því skyni að stór skip sem koma í höfnina hafi þar meira snúningsrými. Á því er þörf, því vöruflutningar um Þorlákshöfn fara mjög vaxandi. Smyril-Line gerir í dag út þrjú flutningaskip sem eru í siglingum milli Rotterdam í Hollandi og Þorlákshafnar með viðkomu í Færeyjum. Þetta eru skipin Akranes, Glyfurnes og Mykines.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert