Gild framboð verða tilkynnt 3. nóvember

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7. nóvember næstkomandi og lýkur 29. …
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 7. nóvember næstkomandi og lýkur 29. nóvember, degi fyrir alþingiskosningarnar. mbl.is/Eggert

Frestur til að skila inn framboðslistum til landskjörstjórnar fyrir komandi alþingiskosningar rennur út kl. 12.00 fimmtudaginn 31. október nk.

Hverjum framboðslista skal fylgja undirrituð yfirlýsing hvers frambjóðanda um að hann hafi leyft að nafn sitt sé á listanum og getur undirritunin verið hvort heldur sem er með eigin hendi eða rafræn.

Þegar framboðsfrestur er útrunninn á fimmtudag fer landskjörstjórn yfir framboðin og kannar hvort öll skilyrði séu uppfyllt og úrskurðar í kjölfarið um gild framboð og tilkynnir síðan um gild framboð 3. nóvember.

Þá ber að fylgja hverjum framboðslista undirritun meðmælenda og skal fjöldi þeirra vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og tölunum 30 að lágmarki og 40 að hámarki. Í kjördæmi þar sem eru t.a.m. 10 þingsæti þarf fjöldi meðmælenda að vera 300 að lágmarki en 400 að hámarki. Fæst þingsæti eru í Norðvesturkjördæmi og þarf hver framboðslisti þar 210 meðmælendur að lágmarki. Í Suðvesturkjördæmi, þar sem flest þingsætin eru, þarf hver framboðslisti 420 meðmælendur hið minnsta, en í Reykjavíkurkjördæmunum báðum þarf undirskriftir a.m.k. 330 meðmælenda.

Á framboðslista skulu vera a.m.k. jafn mörg nöfn frambjóðenda og kjósa skal í viðkomandi kjördæmi, en aldrei fleiri en tvöföld sú tala. Frambjóðandi til Alþingis getur átt lögheimili í öðru kjördæmi en því sem hann býður sig fram í.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka