Halla átti fund með Selenskí á Bessastöðum

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí á tröppum Bessastaða.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí á tröppum Bessastaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Tómasdóttir forseti Íslands tekur á móti Volodimír Selenskí forseta Úkraínu á Bessastöðum nú á níunda tímanum og munu forsetarnir ræða ýmis mál í samskiptum ríkjanna.

Selenskí mun einnig sækja þing Norðurlandaráðs, sem verður sett kl. 14.15, og munu þeir Birgir Ármannsson forseti Alþingis og Einar Þorsteinsson borgarstjóri flytja þar setningarávörp. Þingfundurinn stendur til kl. 17, og verða þar m.a. samþykkt þingsköp og dagskrá fundarins.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í dag

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda einnig í dag og er efni fundarins hvernig unnt sé að tryggja sem best frið og öryggi á norðurslóðum og Norðurlöndum, sem og hvaða skref þurfi að taka til að efla norrænt samstarf á sviði viðbúnaðar í viðlögum og varnar- og öryggismála.

Þá munu ráðherrarnir ræða hvernig Norðurlöndin geti stuðlað að stöðugleika á norðurslóðum í stærra samhengi.

Þá verður á leiðtogafundinum rædd framtíð norræns samstarfs og hvernig eigi að standa að endurskoðun Helsingforssamningsins, sem er grundvöllur norræns samstarfs.

Volodimír Selenskí fyrir utan Bessastaði.
Volodimír Selenskí fyrir utan Bessastaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á Bessastöðum …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á Bessastöðum þar sem funda um ýmis mál í samskiptum ríkjanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gríðarleg öryggisgæsla er í og við Bessastaði en fundur Höllu …
Gríðarleg öryggisgæsla er í og við Bessastaði en fundur Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Volodimír Selenskí á Bessastöðum er hafinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á leið á Bessastaði í fylgd lögregu …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á leið á Bessastaði í fylgd lögregu og öryggisvarða. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, takast …
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, takast í hendur á tröppum Bessastaða í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Halla Tómasdótttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ræða málin …
Halla Tómasdótttir, forseti Íslands, og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ræða málin á tröppum Bessastaða í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka