Halla tekur við störfum formanns VR

Ragnar Þór er nú farinn í leyfi frá formannsstöðu sinni …
Ragnar Þór er nú farinn í leyfi frá formannsstöðu sinni í VR og tekur Halla Gunnarsdóttir varaformaður við störfum hans á meðan. Samsett mynd

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er kominn í leyfi frá störfum fram yfir alþingiskosningarnar 30. nóvember næstkomandi og mun Halla Gunnarsdóttir, varaformaður félagsins, taka við.

„Ég sem varaformaður tek við hans skyldum á meðan sem er bara í samræmi við lög og reglur félagsins,“ segir Halla í samtali við mbl.is.

Fékk góðar óskir fyrir komandi baráttu

Boðað hafði verið til stjórnarfundar hjá VR í kvöld og segir Halla að þar hafi myndast fínar umræður og að allir hafi verið einhuga um þá niðurstöðu að hún tæki við.

Þá hafi hann fengið góðar óskir frá stjórninni fyrir komandi kosningabaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka