Ráðherra stendur frammi fyrir tveimur áskorunum

Fyrirhuguð íbúðabyggð er í næsta nágrenni við flugvöllinn.
Fyrirhuguð íbúðabyggð er í næsta nágrenni við flugvöllinn. mbl.is/Árni Sæberg

Isavia undirrbýr nú umsókn til Samgöngustofu um færslu girðingar við Reykjavíkurflugvöll vegna fyrirhugaðrar íbúðabyggðar í Skerjafirði. Þessi vinna var sett af stað vegna tilmæla Svandísar Svavarsdóttur þáverandi innviðaráðherra.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir að umsóknin sé í vinnslu og verið sé að safna gögnum sem málinu tilheyra. Það sé síðan Samgöngustofu að leggja mat á og kalla eftir frekari gögnum sé þess talin þörf.

Nærri 1.600 skrifað undir

Arnór Valdimarsson hefur sett undirskriftalista á Island.is um áskorun til innviðaráðherra um að afturkalla tilmæli Svandísar til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.

Í áskoruninni kemur fram að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir og einnig er skorað á ráðherrann að ganga í það að grisja ofvaxin tré í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóti sömu lög. Það sé skylda innviðaráherra að tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan flugvöllurinn sé þar sem hann er.

Í gær höfðu 1.584 skrifað undir áskorunina.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka