Systir Sigmundar Davíðs í öðru sæti

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir viðskiptafræðingur er í öðru sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en hún er systir formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Nanna Margrét tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi árið 2019 þegar hún kom inn sem varaþingmaður Miðflokksins í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem var fjarverandi.

Í Suðvesturkjördæmi er Bergþór Ólason annars oddviti Miðflokksins fyrir komandi þingkosningar en hann hefur verið oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2021.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka