Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan þriggja bíla árekstur

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan þriggja bíla árekstur.
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan þriggja bíla árekstur. Ljósmynd/Freyr Hákonarson

Þrír voru fluttir á slysadeild, þar af einn töluvert slasaður, eftir þriggja bíla harðan árekstur í slaufunni við Sæbraut og Vesturlandsveg í hádeginu.

Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, þurfti að beita klippum til að ná einum út en fjórir sjúkrabílar og einn dælubíl voru sendir á vettvang.

Töluverðar tafir hafa orðið á umferð í kjölfar árekstursins en unnið er að því að draga bílana af staðnum.

Beita þurfti klippum til að ná einum út úr bílnum.
Beita þurfti klippum til að ná einum út úr bílnum. Ljósmynd/Freyr Hákonarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka