Vélar LHG og Isavia ekki seldar

TF-SIF verði oftar til taks. Hér er vél gæslunnar í …
TF-SIF verði oftar til taks. Hér er vél gæslunnar í flugtaki. mbl.is/Árni Sæberg

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag flugrekstr­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar og Isa­via er best í fjár­hags­legu til­liti.

Þörf er á að auka viðveru flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar og með til­liti til viðbragðsgetu og þjón­ustu­stigs er sam­rekst­ur véla stofn­an­anna besta fyr­ir­komu­lagið þótt það gæti reynst kostnaðarsam­ara.

Þetta kem­ur fram í skýrslu starfs­hóps dóms­málaráðherra, sem kanna átti fýsi­leika þess að reka sam­eig­in­lega flug­vél fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una og Isa­via.

Vildi kanna kosti þess að selja

Jón Gunn­ars­son þáver­andi dóms­málaráðherra skipaði starfs­hóp­inn í júní 2023 en meg­in­hlut­verk hans var að kanna kosti þess að flug­vél­arn­ar tvær yrðu seld­ar og þess í stað ein vél rek­in sem búin væri kost­um til að sinna verk­efn­um beggja stofn­ana.

Niðurstaða starfs­hóps­ins er að flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, henti ekki í öll­um til­vik­um þeim verk­efn­um sem TF-FMS, flug­vél Isa­via, er notuð í. Þá upp­fylli TF-FMS ekki skil­yrði sem gerð eru vegna verk­efna TF-SIF. Starfs­hóp­ur­inn kemst jafn­framt að því að viðbragðsgeta og þjón­ustu­stig versni ef aðeins ein flug­vél sé til staðar fyr­ir stofn­an­irn­ar og þá gildi einu hvort vél finn­ist sem full­nægi kröf­um þeirra beggja.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka