Djúpríki á Íslandi: Katrín Jakobsdóttir næsta dæmið

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, segir að hann hafi í störfum sínum komist í kynni við djúpríki sem sé við lýði á Íslandi. Það birtist meðal annars í samtvinnun valds milli stjórnmála og viðskiptalífs.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í Spursmálum. Arnar Þór er fyrrum héraðsdómari, hæstaréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi.

Hinir útvöldu

Segir hann þennan dulda og spillta heim blasa við þeim sem skyggnist yfir sviðið:

„[…] Þar sem útvaldir menn eru teknir og þeim er hampað, það eru búin til embætti, það er gagnkvæm hagsmunagæsla milli flokka.“

Sendiherrar og bankastjórar

Hvaða embætti eru þetta?

„Til dæmis sendiherraembætti sem afdönkuðum embættismönnum eru skömmtuð. Opinber embætti í stjórnsýslu og ýmsu fleiru. Þetta fór inn í bankana áður fyrr. Núna fer þetta í sendiherrastöður og annað.“

Eru þetta samantekin ráð?

„Já. Þetta eru samantekin ráð og þetta er öllum augljóst sem vilja sjá.“

Getur þú nefnt mér sendiherra sem falla undir þessa skilgreiningu sem falla undir þessa skilgreiningu þannig að það sé hægt að skoða þetta nánar?

„Ég tel það ósanngjarnt og ekki við hæfi ef ég færi að sigta út einn mann hér en það er alveg augljóst …“

Þú mátt sigta út þrjá að eigin vali ef það er betra.

Katrín Jakobsdóttir vék úr embætti forsætisráðherra í vor og bauð …
Katrín Jakobsdóttir vék úr embætti forsætisráðherra í vor og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín næsta dæmið

„Ég veit ekki hvort það væri við hæfi. En ég skal nefna eitt dæmi sem mun væntanlega gerast á næstu dögum eða vikum. Katrín Jakobsdóttir verður væntanlega sett í eitthvert gott embætti á vegum íslenska ríkisins eða hjá erlendum stofnunum.“

Hefur þú upplýsingar um það?

Nei ég er að segja að þetta muni væntanlega gerast. En menn þurfa ekki annað en að þekkja söguna sæmilega til að sjá hvernig þetta er gert.“

Viðtalið við Arnar Þór má sjá og heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka