Efling landaði samningi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samninganefnd Eflingar stéttarfélags undirritaði í gær nýjan kjarasamning við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, sem nær til félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Ölfusi og Hveragerðisbæ.

Fram kemur á vef Eflingar að verði samningurinn samþykktur af félagsfólki Eflingar sem hann gildir um, gildi hann afturvirkt frá 1. apríl síðastliðnum og til 31. mars 2028. Þar segir einnig að umræddur samningur  hliðstæður þeim kjarasamningum sem Efling hefur þegar samþykkt á opinbera markaðnum. 

Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst klukkan 12 í dag og lýkur henni klukkan 12 á hádegi miðvikudaginn 6. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka